Fréttir
  • LaufHaust2016

Haustsópun í Hafnarfirði

4. okt. 2019

Sumar og haust er sannarlega búið að vera fallegt hér í Hafnarfirði og litirnir í náttúrunni sérlega fallegir. Nú eru lauf farin að falla af trjám og haustsópun því við það að hefjast hjá bænum. Í haustsópun er farið yfir allar götur bæjarins, þær sópaðar og reynt að ná sem stærstum hluta af laufmassanum sem hefur fallið síðustu daga og vikur.

Haustsópun í Hafnarfirði er skipt í fjórtán hverfi. Sópun gatna hefst 7. október og er ráðgert að henni ljúki 25. október. Úthverfi Hafnarfjarðar verða sópuð fyrst og endað í miðbæ Hafnarfjarðar. Miðbærinn mun verða sópaður vikulega á sunnudagsmorgnum fram að vetri.