Fréttir
Hálka, salt og sandur

27. nóv. 2017

Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til.

Varðandi sandpoka þá er sandur, pokar og skóflur sem íbúar geta haft afnot af við Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar við Norðurhellu 2. Mjög fljótlega mun svo bætast við stórt kar þar fyrir utan og þá geta íbúar sótt sér sandpoka án þess að moka sjálft í pokanna. 

Kör eru alltaf fyllt í lok dags.

Við erum svo með saltkistur á 14 völdum stöðum í bænum. 

Við hvetjum íbúa til að vera meðvitaða um sitt nærumhverfi og aðstoða við söndun þannig að tryggja megi öryggi allra.