Fréttir
  • 1

Hagir og líðan ungs fólks

29. maí 2017

 

Á fundi Íþrótta- og tómstundanefndar nýverið var kynnt ný skýrsla um hagi og líðan barna í 5. – 7. bekk í Hafnarfirði. Það er Rannsókn og greining sem gerði þessa rannsókn fyrir Menntamálaráðuneytið. Skýrslan fjallar um ýmsa þætti í lífi barnanna eins og líðan í skóla, stríðni, tölvuleikjanotkun, ástundun íþrótta og samveru með foreldrum.

 

Um 85% nemenda á þessum aldri tók þátt í könnunni og því gefur hún góða mynd af því hvað er að gerast í lífi barnanna.

 

Hér er hægt að lesa skýrsluna: Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, 5.-7. bekkur