Fréttir
Hafnfirsk ungmenni standa sig vel

10. maí 2018

Út er kominn skýrsla sem fjallar um neyslu og venjur hafnfirskra ungmenna. Á hverju ári leggur fyrirtækið Rannsóknir og greining spurningalistakönnun fyrir alla unglingadeildarnemendur landsins fyrir Menntamálaráðuneytið. Hafnarfjarðarbær kaupir síðan skýrslu útúr þessari könnun um þar sem hafnfirsk ungmenni er skoðuð sérstaklega og borin saman við höfuðborgarsvæðið og svo landið allt. Um 900 unglingar tóku þátt í þessari könnun og fjallar hún um fjölmarga áhugaverða þætti sem tengjast unga fólkinu. 

Spurt var um vímuefna, samskipti við foreldra, almenna líðan, tómstundaáhuga og skjánotkun. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir okkar eru að standa sig betur en við sem eldri erum í flest öllum þáttum og vert að vera stolt af því. En fyrir þessari kynslóð liggja aðrar hættur og áskoranir eins og mikið framboð af rafsígarettum og marijúna sem ekki var áhættumengi þeirra sem á undan fóru. 

Könnunina má lesa í heildsinni hér