FréttirFréttir

  • 996806

Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði

6. feb. 2018

Á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði.   Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma.

Um daginn verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 10:00, 12:00 og 14:00. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu.

kl.10 – Hraunvallaskóli og Áslandsskóli

kl.12 – Víðistaðaskóli og Lækjarskóli

kl.14 – Setbergsskóli, Öldutúnsskóli og Hvaleyrarskóli

Um kvöldið mun dansleikur hefjast kl 19:00 í Íþróttahúsinu Strandgötu og ljúka kl. 22:30.  Á ballinu koma fram DJ Ralfs, Wizardmanscligue, JóiPé og Króli, Sprite Zero Klan, Rjóminn, Ragga Hólm og sigurvegarar úr söngkeppni Hafnarfjarðar þær Rakel Sara Sigþórsdóttir úr Hraunvallaskóla og Unnur Elín Sigursteinsdóttir úr Öldutúnsskóla.

Allir verða keyrðir heim að dansleik loknum.