Fréttir
Götuþvottur á fullu í Hafnarfirði

24. mar. 2018

Þessa daganna er verið að vinna götuþvott af fullum krafti. Vinnan hefur staðið yfir alveg frá því í byrjun mars þar sem þvegnar hafa verið stofnbrautir. Hér að neðan er svo áætlun sem verið er að vinna eftir en um er að ræða allsherjar sópun á Hafnarfirði samkvæmt eftirfarandi plani.

Sópun á aðalgönguleiðum 23.mars – 3.apríl

Sópun á öllum götum bæjarins  3. – 24. apríl

Sópun á öllum stéttum 3.apríl– 10. Maí

Sópun á bílaplönum 3. apríl – 1. maí

Þvottur á eyjum 3. apríl – 15. Maí

Miðbæjarsóp aðra hverja helgi

Til viðbótar er lítill traktor að sópa hjóla og göngustíga þessa daganna en hann er með sóp framan á sér

Meðfylgjandi fylgiskjöl eru síðan samantekt á hreinsun gatna og stétta.

Sópun 2018 verkáætlun  

Stéttasópun yfirlit

Miðbæjarsópun

Bílastæði og stofnanalóðir sópun

Miðeyjar þvottur sópun