Fréttir
Gleðilega HEIMA páska 2021

31. mar. 2021

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegra páska!

Á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að nálgast heilt stafróf af hugmyndum að einhverju spennandi og skemmtilegu fyrir alla fjölskylduna til að framkvæma heima við eða í næsta nágrenni á næstu vikum. Þar eru fjölmargar hugmyndir að fjölskylduvænum hugmyndum til að fjölmörgu til að taka sér fyrir hendur og ýmsir spennandi staðir til að uppgötva í bænum.

Páskaratleikur um bæinn

Heilsubærinn Hafnarfjörður býður þér að taka þátt í páskaratleik um bæinn. Á völdum stöðum í bænum, oft í glugga, hefur verið komið fyrir einföldum spurningum á veggspjaldi. Hægt er að skanna QR kóða á veggspjaldinu til þess að svara spurningunni og eiga möguleika á vinningi. Ratleiksstaðirnir eru: 

Hvaleyrarvatn - Ásvallalaug - Suðurbæjarlaug - Hörðuvellir - Hafnarborg - Thorsplan - Bókasafn Hafnarfjarðar - Pakkhúsið - Norðurbakki - Hellisgerði - Sundhöll Hafnarfjarðar


Ekki er nauðsynlegt að fara á alla staðina til að taka þátt í ratleik. Svör frá fleiri stöðum eykur hinsvegar vinningslíkurnar. Dregið verður úr réttum svörum þriðjudaginn 6. apríl og haft samband við verðlaunahafana. 


Hér er hægt að nálgast opnunartími safnanna um páskana:

  Skír-dagur Föstu-
dagurinn langi 
Lau 3. apríl Páska-dagur Annar í páskum 
Bókasafn  Lokað Lokað  11-15 Lokað  Lokað 
Byggða-safn  Lokað Lokað  11-17  Lokað 11-17
Hafnar-borg  12-17 Lokað 12-17 Lokað 12-17

Gleðilega HEIMA páska!