Fréttir
Gegn munntóbaki og rafrettum

25. jan. 2018

Í janúar heimsækir tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson alla nemendur í 8. bekk grunnskóla Hafnarfjarðar. Jón spjallar við krakkana í hverjum og einum bekk um heilbrigða lífshætti og fjallar sérstaklega um munntóbaksnotkun og rafrettur. Hann kemur með skemmtilegar sögur úr lífinu og syngur munntóbakslag þar sem ástin og munntóbak koma við sögu.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær hafa staðið að þessu verkefni síðan 2010 en þá mældist talsverð munntóbaksneysla. Síðan þá hefur þessi skemmtilega fræðsla verið í gangi og mælst ágætist árangur. Árið 2010 sögðust 12% nemenda í 10. bekk í grunnskólum bæjarins hafa notað munntóbak einu sinni eða oftar síðustu 30 daga áður en spurningakönnun fór fram. Árið 2017 var þessi tala í 4% meðal nemenda í 10. bekk.

Hér er hægt að sjá þegar Ísland í dag heimsótti 8. bekk í Hraunvallaskóla í vikunni