FréttirFréttir

Gæsluvöllur opinn frá 10. júlí - 7. ágúst að Staðarhvammi

26. jún. 2019

Í sumar verður starfræktur Gæsluvöllur eða róló, staðsettur við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23, frá 10. júlí – 7. ágúst fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2013-2017). Opnunartími er frá kl. 9 – 12 og frá kl. 13 – 16 (lokað í hádeginu). 

Í boði eru tvennskonar klippikort á Gæsluvöllinn:

  • 5 skipta klippikort – 1.200 kr.
  • 10 skipta klippikort – 2.200 kr.

Hægt er að kaupa klippikortin á MÍNUM SÍÐUM  undir umsóknir – grunnskólar – skráning á sumarnámskeið. Nota þarf kennitölu barnsins. Eingunis er hægt að ganga frá greiðslu á MÍNUM SÍÐUM. Forráðamenn eru beðnir um að koma með kvittun á staðinn. 


Upplýsingar eru í síma: 664-5686 eða á www.fristund.is. Umsjónarmaður námskeiðsins er Salka Sigurðardóttir en hún er útskrifuð með Bsc próf í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Almennar upplýsingar til foreldra

Gæsluvöllurinn er einungis ætlaður til útileikja og getur ekki komið í stað leikskóla. Því er ráðlagt að hafa ung börn EKKI lengur en einn og hálfan tíma í senn á dag. Ekki eru aðstæður til að skipta á börnum og því verða þau að geta notað salernið sjálf. Öll börn þurfa að vera klædd eftir veðri. 

Hlökkum til að sjá ykkur!