Fréttir
  • RoloSumar2020

Gæsluvöllur í Staðarhvammi opinn frá 8. júlí - 5. ágúst

30. jún. 2020

Í sumar er starfræktur gæsluvöllur/róló við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23. Gæsluvöllurinn verður opinn frá kl. 9 – 12 og 13 – 16 alla virka daga (lokað í hádeginu) frá 8. júlí – 5. ágúst. Gæsluvöllurinn er fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2014-2018).

Í boði eru tvennskonar klippikort:

  • 5 skipta klippikort – 1.200.- kr.
  • 10 skipta klippikort – 2.200.- kr.

Hægt er að kaupa klippikortin á Mínum síðum undir umsóknir – sumarstarf sem leiðir áhugasama kaupendur áfram á réttan stað:

  • Velja Hafnarfjarðarkaupstaður undir “Veldu sveitarfélag”
  • Slá inn gæsluvöllur eða róló í heiti námskeiðs. Í boði eru tvö “námskeið” fyrir róló, annarsvegar fimm skipti og hins vegar tíu skipti. Viðeigandi “námskeið” er valið og gengið frá greiðslu

Aðeins hægt að ganga frá greiðslu rafrænt á þennan máta. Forráðamenn eru beðnir um að koma með kvittun á staðinn til þess að fá kort afhent. Umsjónarmaður námskeiðsins er Bergljót Vala Sveinsdóttir í síma: 664-7160

Almennar upplýsingar til foreldra

Gæsluvöllurinn er einungis ætlaður til útileikja og getur ekki komið í stað leikskóla. Því er ráðlagt að hafa ung börn EKKI lengur en 1,5klst í senn á dag. Ekki eru aðstæður til að skipta á börnum og því verða þau að geta notað salernið sjálf. Einnig þurfa börnin að vera klædd eftir veðri.

Hlökkum til að sjá ykkur!