Fréttir
  • Mynd2Leid19

Fyrsta skrefið í átt að nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu

14. jún. 2020

Nýtt og einfaldara leiðanet hjá Strætó í Hafnarfirði tók gildi í dag og fór fyrsti vagninn, leið 19, í nýju leiðaneti frá Kaplakrika kl. 9.25 í morgun. Leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 munu við þessa breytingu hætta akstri. Ný leið 19 og lengri leið 21 munu leysa þær af hólmi. Með þessum breytingum er verið að rétta úr leiðum í takti við Borgarlínuverkefnið, gera þær beinni og stytta ferðatímann.

Mikilvægur liður í því að almenningssamgöngukerfið virki sem ein heild

Stjórn Strætó bs. og Hafnarfjarðarbær samþykktu í fyrra breytingar á leiðanetinu innan sveitarfélagsins og tóku þessar breytingar gildi í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í hinu stóra Borgarlínuverkefni og spilar leið 1 þar stóran þátt, sem hefst og endar á Völlunum.

Mynd1Leid19Formaður starfshóps um breytinguna í Hafnarfirði sem jafnframt er formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, Helga Ingólfsdóttir, sat fyrstu ferðina frá Kaplakrika að Firði.

Á næstu árum munu almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu taka miklum breytingum. Stærstu umbótarverkefnin eru annars vegar uppbygging á Borgarlínu innviðum fyrir hraðvagnakerfi (BRT) og hins vegar endurskoðun á leiðaneti Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu þar sem þörf er á að aðlaga leiðanetið að Borgarlínu og nýta innviði hennar. Þannig verði stuðlað að því að almenningssamgöngukerfið virki sem ein heild. Með breytingunni verður ekið skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma. Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði. Í stað þess að aka milli Fjarðar og Mjóddar verður ekið á milli Háholts og Mjóddar.

Nýtt leiðanet Strætó tekur gildi 14.júní

Skref í átt að hágæðasamgöngum