Fréttir
  • Hafnarfjörður sólroði kvöld

Fyrst sveitarfélaga með endurvottun á jafnlaunakerfi

17. júl. 2020

Enn á ný sýna niðurstöður úttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta, er nú 0,1%, konum í dag.

Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá endurvottun á jafnlaunakerfi en árið 2017 var bærinn einnig fyrst sveitarfélaga til að fá slíka vottun. Vottunin í ár kemur í framhaldi af úttekt sem fór fram 20. maí sl. á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins. Tilgangur úttektarinnar var að framkvæma viðhaldsúttekt og endurútgefa vottorð fyrir jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.

Markmiðið með innleiðingu á jafnlaunakerfi er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Með vottun frá úttektaraðila, BSI á Íslandi, sem og jafnlaunamerkinu frá Jafnréttisstofu, getur Hafnarfjarðarbær staðfest að hann uppfyllir þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Meðal krafna eru:

  • Tryggt verði að allar ákvarðanir um laun og kjör séu skjalfestar, rökstuddar og rekjanlegar
  • Verklagsreglur, vinnulýsingar og leiðbeiningar séu til staðar
  • Lagalegar kröfur og aðrar kröfur séu uppfylltar
  • Forvarnir og aðgerðaáætlanir liggi fyrir
  • Ábyrgðarsvið og hlutverk lykilstarfsfólks sé skilgreint
  • Að launaákvarðanir endurspegli að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg störf

 
Í samantekt BSI á Íslandi segir m.a. um nýju úttektina:

„Jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarkaupstaðar sýndi í úttekt að það er virkt og hannað til að jafnréttis sé gætt við launasetningar. Styrkleiki jafnlaunakerfisins liggur í vilja stjórnenda til að gera sífellt betur.”

First township to receive recertification of equal pay system

Hafnarfjörður has been granted recertification of its equal pay system, the first municipality in Iceland to achieve this milestone.

Yet again the results of an audit of the equal pay system of Hafnarfjörður have shown a positive trend toward equal pay within the municipality. Unexplained wage differences are no longer in evidence and deviations have fallen even further between audits, are at present 0.1% in favour of women.

The fact that no unexplained pay difference is measured for the second year in a row is extremely positive. Not surprisingly, we are extremely proud of this achievement.