Fréttir
  • GudmundurFylkisson

Fyrir hvað stendur Hafnarfjörður í þínum huga?

31. okt. 2018

FYRIR HVAÐ STENDUR HAFNARFJÖRÐUR Í ÞÍNUM HUGA?


Taktu þátt í gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð!

Markaðsstofa Hafnarfjarðar, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, vinnur að gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð í samstarfi við Manhattan Marketing.  Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og heimsækja. Lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila. 

MsH og Manhattan leita eftir þátttöku sem flestra í þessa vinnu og geta allir sem vilja komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri.

Segðu hvað þér finnst og taktu þátt í laufléttri könnun  HÉR


Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

Hafnarfjarðarbær ákvað fyrir nokkrum mánuðum síðan að fara í heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð og leiðir Markaðsstofa Hafnarfjarðar þá vinnu. Heildarstefnumótun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til þess að búa á, stunda vinnu og reka fyrirtæki. Lokaafurðin af þessari greiningar- og stefnumótunarvinnu verður aðgerðaráætlun og innleiðingaráætlun sem bæði MsH og Hafnarfjarðarbær fylgja eftir til framtíðar.