Fréttir
  • 16409375_240170123095419_859163400_o

Fulltrúar okkar á Samfés

31. jan. 2017

Föstudaginn 20. janúar var Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar haldin en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem verður í Laugardalshöll laugardaginn 24. mars næstkomandi. Sigurvegarar kvöldsins voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni.

Bæjarbíó fullt af hæfileikaríkum hafnfirskum ungmennum

Keppnin fór fram í Bæjarbíói og var húsið troðfullt og dúndrandi stemning. Alls tóku tólf atriði þátt, tvö atriði úr hverri félagsmiðstöð en þau atriði höfðu verið valin í undankeppnum sem félagsmiðstöðvarnar héldu fyrr í vetur. Dómarar voru þau Una María Bergmann, Sandra Lind Þorsteinsdóttir, Unnur Sara Eldjárn og Daníel Arnarson og kynnir kvöldsins Andrés Þór Þorvarðarson starfsmaður í félagsmiðsöðinni Hrauninu. 

Sigurvegarar kvöldsins og þar með fulltrúar félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar á Samfés voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum með lagið Proud Mary með Tinu Turner og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni með lagið This is a man´s world með James Brown. Dómarar sem og áhorfendur voru allir sammála um að keppnin hafi verið einstaklega hörð í ár enda ótrúlega hæfileikaríkir krakkar í Hafnarfirði. Við óskum keppendum öllum til hamingju með frábæran árangur og hlökkum ti að sjá sigurvegarana vera stolt okkar á Samfés.