Fréttir
  • IMG_7288

Frítt í sund, listasmiðjur og bókasafnsbíó í vetrarfríi

18. okt. 2017

Vetrarfrí verður í skólum Hafnarfjarðar á morgun og föstudag 19. og 20. október og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga.

Á Bókasafni Hafnarfjarðar verður spennandi ratleikur um bókasafnið þar sem leitað verður að landsliðsmönnum í fótbolta og bókasafnsbíó kl. 12 og 14 á föstudaginn. Á föstudaginn verður einnig hægt að fá barna- og fjölskyldu DVD myndir ókeypis.

Þá býður Hafnarborg börnum að taka þátt í skemmtilegum listasmiðjum báða dagana frá kl. 13 til 15. Smiðjurnar eru tvær og hægt að mæta báða dagana eða annan hvorn daginn. Umsjón með listasmiðjunum hefur myndlistarkonan Irene Hrafnan. Mælt er með því að börn komi í fylgd fullorðinna. Aðgangur er ókeypis.

Listasmiðjur í vetrarfríi á Facebook