Fréttir
  • SlettuhlidFristundahus

Frístundahúsalóð í Sléttuhlíð

8. sep. 2021

Laus er til úthlutunar frístundahúsalóð (merkt B7) í Sléttuhlíð sem er frístundabyggð í landi Hafnarfjarðar. Lóðarverð er 6.497.500.- miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2021. Lóðarverð miðar við 100 fermetra sem er hámark leyfilegra byggða fermetra miðað við gildandi deiliskipulag í Sléttuhlíð.

SlettuhlidFristundahus

Helstu upplýsingar um lóð

  • Stærð lóðar er 3815m2
  • Hámarksbyggingarmagn á lóð er 100m2
  • Lóðarverð er 6.497.500.- (64.975.- per fermetri) m/v september 2021. Endanlegt lóðarverð tekur mið að byggingarvísitölu og vísitöluhúsi Hagstofunnar sem gildir á úthlutunardegi.
  • Við samþykkt á byggingaráformum eru lögð á ýmis þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk heimgjalda og skipulagsgjalds. Þá er einnig greitt fyrir þinglýsingarkostnað vegna lóðarleigusamnings
  • Eindagi lóðarverðs er sex vikum frá úthlutunardegi
  • Lóðin er afhent í því ástandi sem hún er í við afhendingu
  • Lóðin er til úthlutunar til einstaklinga ekki lögaðila

Nánari skilmálar og upplýsingar vegna lóðar

Fylgiskjöl með umsókn um frístundahúsalóð

  • Yfirlýsing frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun um fjárhagslega getu - fjárhagslegar kvaðir eru 20 m.kr.
  • Greinargerð um fyrirætlanir og hugmyndir á frístundalóðinni og teikningar af sumarhúsi og lóð ef þær liggja fyrir, ásamt byggingaráætlun

Umsókn

Sótt er um lóð á MÍNAR SÍÐUR. Umsóknareyðublað er að finna undir: Umsóknir – Framkvæmd og skipulag – lóðarumsókn fyrir frístundahús. Hjón og fólk í skráðri sambúð telst einn umsækjandi þegar sótt er um lóðina.