Fréttir
  • 25446368_10156471186401030_8969896488900422599_n

FRÉTT UM HAMRANESLÍNU FAGNAÐ

20. jan. 2018

Vegna fréttar Fréttablaðsins í gær, föstudaginn 19. janúar þá er það  rétt að nokkrum lóðum í Skarðshlíð hefur verið skilað inn til bæjarins en stærstur hluti þeirra hefur farið í úthlutun þeirra sem voru á biðlistum eftir lóðum í hverfinu. Þeir aðilar sem skilað hafa lóðum hafa einkum borið við tveimur ástæðum. Annarsvegar að fjármögnun fyrir viðkomandi framkvæmda hafi ekki tekist og hins vegar sú óvissa sem skapast hefur vegna kæru ferla sem nú er til meðferðar er varða flutnings Landsnets á Hamraneslínu sem þverar Skarðshlíðarhverfið.


BÆJARSTJÓRI VAKTI ATHYGLI Á MÁLINU Á OPNUM FUNDUM Í HAUST

Staðan varðandi línurnar og innskil lóða vegna þeirra er staða sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur sjálfur verið að vekja athygli á síðan í haust á kynningarfundum vegna fyrirhugaðs flutnings línunnar. Þeir fundir voru haldnir af Landsneti með sveitarstjórnum Kópavogs og Garðabæjar þar sem staða flutnings línur og það ferli hefur verið til umfjöllunar en það ferli hefur mætt andstöðu Hraunavina meðal annars. Bæjaryfirvöld eru því þakklát Fréttablaðinu að vekja máls á því hversu áríðandi það er að Hamraneslína víki.

 

SAMNINGAR VERÐA AÐ STANDA

Íbúar, rekstraraðilar og Hafnarfjarðarbær hafa fjárfest og er að fjárfesta í Skarðshlíðarhverfi fyrir marga tugi milljarða. Í haust var hafist handa við byggingu Skarshlíðarskóla sem er allt í senn grunnskóli, tónlistarskóli og leikskóli sem er framkvæmd uppá tæpa fjóra milljarða króna. Það er því algjörlega ólíðandi staða fyrir verðandi íbúa hverfisins, íbúa í nærliggjandi hverfum og bæjaryfirvöld að þurfa þola síendurtekin breytingar á þessu ferli sem átti samkvæmt fyrstu samningum að vera löngu yfirstaðið.  

Það er því gríðarlega mikilvægt að staðið verðið við núgildandi samning milli Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar um brottflutning línunnar og hún víki úr hverfinu hið fyrsta. Núgildandi samningur gerir ráð fyrir því að það verði fyrir lok árs.

Hafnarfjarðarbæjar mun auglýsa þær lóðir sem eftir eru til úthlutunar  í febrúar.

http://www.visir.is/g/2018180118711/thridjungi-loda-i-skardshlid-skilad-aftur-til-baejarins-