Fréttir  • Hersir-Gislason

Framkvæmdir við Reykjanesbraut

12. júl. 2018

Laugardag 14. júlí frá kl 07:30-15:30 er stefnt að því að þökuleggja mön á 200m kafla á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Svæðið sem um ræðir er á kaflanum þar sem ekið er undir Áslandinu og þarna er ein akrein í hvora átt og umferð sett á hjáleið um Ásabraut, óhindruð umferð er til suðurs í átt að Reykjanesbæ.
Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 07:30 til kl. 15:30.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðið. Vinnusvæðið er þröngt og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbraut.