Fréttir
  • Vesturgata8

Vesturgata 8 - frábært tækifæri í hjarta Hafnarfjarðar

4. feb. 2020

Hafnarfjarðarbær auglýsir Vesturgötu 8 til leigu og óskar eftir tilboðum. Staðsetning fasteignar býður upp á mikla möguleika og tækifæri. Áhersla er lögð á að starfsemi í húsinu falli vel að stefnu bæjarins um að styrkja miðbæ Hafnarfjarðar og auka enn frekar aðdráttarafl hans. Húsið er staðsett við torg Byggðasafns Hafnarfjarðar í námunda við Pakkhús, Sívertsenhús og Beggubúð.

Byggdasafn1_1580816264195

Húsið er staðsett við torg Byggðasafns Hafnarfjarðar í námunda við Pakkhús, Sívertsenhús og Beggubúð.

Húsið verður afhent vorið 2020

Fasteignin er hæð og ris, alls 138,3 m². Húsið er timburhús, byggt árið 1985 og er lóðin 145 m², skilgreind sem iðnaðar- og athafnalóð. Teikningar af húsinu er að finna á Granna bæjarvefsjánni undir leit að heimilisfanginu Vesturgata 8.  Síðustu ár hefur gistiheimili verið rekið í húsinu. Gert er ráð fyrir að fasteignin verði leigð með ótímabundnum leigusamningi með 6 mánaða uppsagnarfresti og ákvæðum um endurskoðun húsaleigu.

Fra1990Falleg mynd af húsinu frá árinu 1990 

Vesturgata 8 - lykildagsetningar

  • Fasteignin verður til sýnis frá og með 2. mars n.k. í samráði við Sigurð Sverri Gunnarsson í síma 585-5632
  • Fyrirspurnir um fasteign skulu berast fyrir kl. 12 þann 9. mars 2020 á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Fyrirspurnum verður svarað 13. mars 2020
  • Tilboðsfrestur rennur út kl. 10:00 föstudaginn 20. mars 2020


Tilboðsgjafi skal með tilboði sínu um leiguverð og skila greinargerð um hvers konar starfsemi er ráðgerð í húsinu. Jafnframt skulu vera ítarlegar upplýsingar um tilboðsgjafa, s.s. fjárhagsupplýsingar, greiðslugeta og upplýsingar samstarfsaðila ef það á við. Við mat á tilboðum verður, sem fyrr segir, sérstaklega litið til hugmynda sem taldar eru styrkja starfsemi og auka mannlíf miðbæjarins. 

Tilboð þurfa að berast til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, merkt – Vesturgata 8 - fyrir kl. 10:00 þann 20.03 2020. Sama dag og á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðsalnum í Ráðhúsi Hafnarfjarðar í viðurvist bjóðenda er þess óska.