Fréttir
  • Samkeppni

Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði

25. apr. 2018

Alls bárust 14 tillögur í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis sem Hafnarfjarðarhöfn  stendur fyrir í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

Dómnefnd sem skipuð er þremur fulltrúum frá Hafnarstjórn og skipulagsráði bæjarins auk tveggja fulltrúa frá Arkitektafélaginu hefur nú tillögurnar til yfirferðar en stefnt er að því að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir eigi síðar en á 110 ára kaupstaðarafmæli bæjarins þann 1. júní n.k.  Samhliða verðlaunaveitingu fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar verður efnt til sýningar á öllum þeim tillögum sem bárust í samkeppnina.