Fréttir
  • Fjolskyldugardar

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar

15. maí 2019

Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og alla áhugasama

Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum, óháð aldri og þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. 

Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og ef eftirspurn er mikil er möguleiki á að opna efst á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð er 1,500. kr. og fyrir tvo garða er greiðslan 2,500. kr. Ólíkt fyrri árum er ekki innifalið grænmeti eða annað efni en aðgengi að vatni og minniháttar verkfærum verður til staðar. Garðarnir afhendast plægðir og úthlutun hefst í lok maí.

Skráning er hafin inn á Mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknir – Grunnskólar – Skráning á sumarnámskeið.

Allir áhugasamir hvattir til að sækja um og njóta þess að rækta eigið grænmeti í sumar