Fréttir
  • Dorgveidi2017

Börn 6-12 ára hvött til að taka þátt í dorgveiðikeppni

23. jún. 2020

Mánudaginn 29. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára fædd 2007-2012. Hefst keppnin um 13:30 og veiða krakkarnir til um 14:30.

Öll börn á aldrinum 6-12 hjartanlega velkomin

Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020.
Keppnin verður færð á annan dag ef veður er slæmt. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Öll börn á ofangreindum aldri eru velkomin. Hægt verður að fá færi og beitu á staðnum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og mun Siglingaklúbburinn Þytur sjá um gæslu af sjó.

Við hvetjum öll börn á aldrinum 6-12 ára til að taka þátt! 

Nánari upplýsingar veitir: 

Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs, í síma  585-5760 og 664-5769