Fréttir
Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríinu

22. feb. 2018

Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri í vetrarfríi að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins. Fyrri smiðjan fer fram föstudaginn 23. febrúar kl. 13 – 15 en seinni smiðjan fer fram mánudaginn 26. febrúar kl. 13 – 15. Börnin geta komið í fylgd foreldra og eins og alltaf er ókeypis aðgangur að smiðjunum og safninu sjálfu. Listasmiðjan fer fram í Apótekinu, sal á fyrstu hæð safnsins og leiðbeinandi er Irene Hrafnan.

Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barnadeild verður hægt að föndra, spila og lita alla dagana en einnig verður boðið upp á sögustund, bíósýningar og föndur með sérstakar tímasetningar. 

Á Byggðasafni Hafnarfjarðar verður hægt að taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum ratleik fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti safnsins um safnið.

Föstudagur 23. febrúar

 • Kl. 13-15 LISTASMIÐJA í Hafnarborg – Furðuform í þrívídd
  Við rannsökum form og liti, ljós og skugga og veltum fyrir okkur gagnsæjum formum og möguleikum þeirra. 

Laugardagur 24. febrúar

 • KL. 11-17 RATLEIKUR um Byggðasafnið
  Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti um safnið.
 • KL. 13 SÖGUSTUND á Bókasafni Hafnarfjarðar
  Lesin verður saga sem hentar börnum á aldrinum 4-8 ára.

Sunnudagur 25. febrúar

 • KL. 11-17 RATLEIKUR um Byggðasafnið
  Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti um safnið.

Mánudagur 26. febrúar

 • KL. 6:30-21 FRÍTT Í SUND í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll
 • KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ á Bókasafni Hafnarfjarðar
  Kvikmyndin Níu líf verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.
 • Kl. 13-15 LISTASMIÐJA í Hafnarborg – Byggingarlist-tilraunastofa
  Við skoðum hús og form þeirra og leikum okkur með að snúa uppá fyrirfram gefnar hugmyndir. 
 • KL. 14-16 SLÍMGERÐ á Bókasafni HafnarfjarðarVið tökum þátt í slímæðinu og útbúum slímverksmiðju. Allt efni á staðnum.

Þriðjudagur - 27. febrúar

 • KL. 6:30-21 FRÍTT Í SUND í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll
 • KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ á Bókasafni Hafnarfjarðar
  Kvikmyndin The Lego Batman Movie verður sýnd.
 • KL. 14-16 FUGLAFÓÐURSGERÐ á Bókasafni Hafnarfjarðar
  Föndrum fuglafóðrara sem hægt er að hengja í tré.