FréttirFréttir

  • SpecialOlympics2019

Fjarðarliðar á Special Olympics hitta bæjarstjóra

7. jún. 2019

Flottir Fjarðarliðar heimsóttu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í dag í samsæti tileinkað þeim og árangri þeirra á Special Olympics í Sameinuðu arabísku furstadæmunum nú í mars. Árangur hópsins var glæsilegur og óhætt að segja að verðlaunin hafi flætt til þeirra. 

Fjölhæfir á fjölbreyttu sviði

Liðsmenn hjá Firði íþróttafélagi eru fjölhæfir og kepptu þeir í fjölbreyttum íþróttagreinum á leikunum; sundi, golfi, fimleikum og frjálsum. Sundmennirnir voru þau Bára Sif Ólafsdóttir og Róbert Erwin. Bára Sif hlaut gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi og Róbert fékk brons í 100m skriðsundi. Ásmundur Þór Ásmundsson og Elín Fanney Ólafsdóttir kepptu í golfi. Ásmundur nældi í silfurverðlaun á mótinu og Elín Fanney lenti í fjórða sæti, hársbreidd frá verðlaunapalli. Unnar Ingi Ingólfsson keppti í fimleikum og gerði sér lítið fyrir og fékk gull í stökki og bronsverðlaun í hringjum. Síðast en ekki síst er það Aníta Ósk Hrafnsdóttir sem fékk gullverðlaun í kúluvarpi, silfur í langstökki og silfur í 4x100m boðhlaupi.

Hafnarfjarðarbær óskar þessum frábæru íþróttamönnum innilega til hamingju með frábæran árangur!