Fréttir
Fetaði ung slóðir lista og menningar

1. nóv. 2019

AgustaKristofersdottirÁgústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar er kvenskörungur mikill og kona allra verka. Hún hefur ósjaldan sést með hamar á lofti og málband um hálsinn við uppsetningu á nýjum sýningum og öðrum þeim verkefnum sem safnið hennar sér um eða tekur þátt í. Korteri seinna er hún komin í hlutverk gestgjafa og farin að taka á móti gestum og gangandi á sýningar, opnanir, leiðsagnir, tónleika og smiðjur með fagfólki sínu í Hafnarborg. Í þessum Vitans ræðir Ágústa m.a. um listina að lifa og hversu stórt hlutverk list, menning og sköpun spilar í hennar lífi.

Hlusta á þáttinnViðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.