Fréttir
  • Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki í Hafnarfirði taka á móti Ferðagjöfinni

Ferðagjöf til þín

1. júl. 2020

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið.

Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með innskráningu á island.is. Til að nýta gjöfina er síðan smáforritið Ferðagjöf sótt í App Store eða Play Store og strikamerki skannað við kaup á þjónustu. Einnig er hægt að nýta Ferðagjöfina beint inni á Ísland.is fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma.

Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni og hér er listi yfir fyrirtæki í ferðagjöf í Hafnarfirði:


Athugið að þar sem ókeypis aðgangur er að Byggðasafni Hafnarfjarðar og menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg eru söfnin ekki skráð sem viðtakendur á Ferðagjöfinni.

Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni og hægt að velja þá þjónustu sem óskað er eftir í valmyndinni (Afþreying-Gisting o.s.frv.). Þegar leitarniðurstöður birtast er hægt að velja um að sjá sérstaklega "Fyrirtæki í Ferðagjöf". Hægt er að þrengja leitina við tiltekin landssvæði.

Listinn yfir fyrirtæki í Hafnarfirði var síðast uppfærður 26. ágúst og gæti hafa breyst eftir þann tíma.