FréttirFréttir

  • Faghopurleikskola

Faghópur leikskóla tekinn til starfa

4. nóv. 2018

Faghópur leikskóla hittist nýlega á sínum fyrsta fundi. Hópurinn, sem skipaður var af fræðsluráði Hafnarfjarðar, mun vinna áfram með tillögur sem lagðar voru fram í skýrslu starfshóps um starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar sem starfaði á vorönn 2018.  Hópurinn mun jafnframt koma með fleiri nálganir og hugmyndir sem stuðlað geta að bættum aðstæðum í leikskólum bæði fyrir börn og starfsfólk. 

Vinnan hefur það að leiðarljósi að gera leikskólastarfið enn eftirsóknarverðara. Hluti hugmynda er þegar kominn til framkvæmda. Leikskólar eru farnir að vinna eftir nýrri rýmisáætlun, yfirvinnupottur hefur verið settur á til að mæta faglegum verkefnum, undirbúningstími fagstarfs aukinn auk umbóta hvað hljóðvist varðar. Mikil ánægja hefur verið með þessar breytingar og betrumbætur. Einnig er í skoðun stytting vinnuvikunnar og lágmarksþjónusta milli jóla og nýárs í leikskólunum í ljósi þess að nýting rýma er langt því frá að vera 100% á þeim tíma. Endurhugsun og samþætting á starfi milli jóla- og nýárs er því raunhæfur og fjölskylduvænn kostur.