Fréttir
Eva Michelsen ráðin verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í St. Jó

16. maí 2018

Eva Michelsen hefur verið ráðin verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í St. Jósefsspítala. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar.

Eva er með MSc í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún lauk nýverið þátttöku í bandaríska frumkvöðlaprógramminu YTILI (Young Transatlantic Innovative Leadership Initiative) á vegum Bandaríska Utanríkisráðuneytisins (U.S. State Department) og Þýska marshall sjóðsins (German Marshall Fund).

Hún var framkvæmdastjóri Húss sjávarklasans á Granda og kom að uppbyggingu hússins frá opnun þess árið 2012 en þar áður starfaði hún í ferðaþjónustu.

Eva hefur mikla reynslu og þekkingu á frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu á samvinnuhúsnæði með virku samfélagi.

Eva hóf störf 15. maí og verður fyrst um sinn með aðstöðu á stjórnsýslusviði í Ráðhúsinu en flyst síðar í Lífsgæðasetur St. Jó.

Eva-profileEva Michelsen

Nánari upplýsingar um lífsgæðasetur í St. Jósefsspítala