Fréttir
  • Radningarvefur

Ertu í atvinnuleit? Velkomin/n á nýjan ráðningarvef

10. jan. 2020

Velkomin á nýjan ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar 

Um miðjan desember var settur í loftið nýr ráðningarvefur hjá sveitarfélaginu og er hann nú orðinn skalanlegur og aðgengilegur í öllum snjalltækjum.  Á ráðningarvef er að finna yfirlit yfir þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hverju sinni.  Um er að ræða framtíðarstörf í einhverjum tilfellum eða störf til skemmri tíma. Sérstök athygli er vakin á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rétt um 2000 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum verkefnum á 70 ólíkum starfsstöðvum um allan bæ. Rík áhersla er lögð á það að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á og sem sinnir sínu starfi af þekkingu, ábyrgð og metnaði.

Kíktu á þau störf sem í boði eru þessa dagana - heimsækja ráðningarvef

Dæmi um störf sem í boði eru þessa dagana


Fjölskyldu- og barnamálasvið

• Starfsmaður í athvarf fyrir fólk með geðraskarnir - Lækur
• Starfsmaður hjá Geitungum
• Tímabundið 60% starf á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð

Grunnskólar

• Aðstoðarverkefnastjóri tómstundamiðstöðvar - Lækjarskóli
• Aðstoðarverkefnastjóri tómstundamiðstöðvar - Skarðshlíðarskóli
• Baðverðir í íþrótttahús - Lækjarskóli
• Frístundaleiðbeinandi - Hvaleyrarskóli
• Umsjónarkennari - Fjölgreinadeild í Menntasetrinu við Lækinn
• Umsjónarkennari á miðstigi - Hraunvallaskóli
• Umsjónarmaður fasteigna - Víðistaðaskóli

Leikskólar

• Deildarstjóri - Álfasteinn
• Leikskólakennari - Norðurberg
• Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi - Bjarkalundur


Nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarform er að finna á ráðningarvef