Fréttir
  • Aslandsskoli

Erlend samstarfsverkefni í Áslandsskóla

31. jan. 2020

Áslandsskóli starfar nú með erlendum samstarfsaðilum að fjórum samvinnuverkefnum. Verkefni sem þessi auka ávallt víðsýni og eru frábær endurmenntun fyrir starfsfólk. Það leiðir af sér ígrundun um starf og starfshætti, sem svo aftur leiðir af sér betri kennslu og bætt námsumhverfi nemenda.

Verkefnin sem Áslandsskóla vinnur að eru eftirfarandi:

Continuing a Culture of Learning - stragetic Partnerships for school education

Áslandsskóli, ásamt erlendum samstarfsskólum, hefur hlotið svokallaðan KA2 Erasmus+ styrk
Verkefnið er hefðbundið samstarfsverkefni skóla og stofnanna. Verkefnið hófst á vorönn 2019 og því lýkur árið 2021. Þátttakendur í verkefninu eru: Áslandsskóli, St. Joseph‘s Comprehensive School-Port Talbot í Wales, Greenway Primary School-Cardiff í Wales, CPI de Atios-Spáni, Lieksan Keskuskoulu-Finnlandi, IES Punta Candieira-Spáni Meginviðfangsefni verkefnisins eru nám og kennsla á 21. öldinni og hvernig skólar eru að mæta þörfum nemenda. Verkefnið er sjálfstætt framhald á samstarfsverkefninu Culture of Learning sem
Áslandsskóli tók þátt í síðustu ár. Verkefnið byggir eftirfarandi lykilþáttum:

  1. Stjórnun
  2. Hugmyndafræði
  3. Samfélagsaðstæður
  4. Stefnur og straumar í námi og kennslu

Meðal verkefna verður umræðan um að auka gæði kennslu með nemandann í forgrunni. Eðli náms og ómissandi hluta tilfinningagreindar í námi og kennslu og þarfir ólíkra einstaklinga. Þátttökuaðilar eru á breiðum grunni skólastarf og með þátttöku aðila á háskólastigi koma þættir eins og kennaranám líka inn í umræðuna.

All through schools
Verkefnið byggir á rannsóknum á skipulagi skólahalds. Megináherslan verða rannsóknir á þeim mun sem er á aldurssamsetningu nemenda í skólum. Skólum sem erum með nemendur frá 6-16 ára í samanburði við skóla sem byggja á „primary“ og „secondary“ uppbyggingu. Verkefnið hófst á vorönn 2019 og því lýkur árið 2021. Þátttakendur í verkefninu eru: Áslandsskóli, Háskólinn í Murcia-Spáni, Sveitarfélagið Murcia-Spáni, Fræðsluskrifstofa Murcia-Spáni, Háskólinn í Swansea-Wales, Háskóli Íslands, Fræðsluskrifstofa Swansea-Wales

Improve your basic skills through art
Verkefnið byggir á því að virkja sköpunarhæfileika nemenda og að nýta nánasta umhverfi sitt til náms og lærdóms. Unnið er út frá Norrænni goðafræði og samþættingu samfélagsfræði,
íslensku og stærðfræði við list-og verkgreinar. Verkefnið hófst á vorönn 2019 og því lýkur árið 2021. Þátttakendur í verkefninu eru: Áslandsskóli, Sccala Gimnaziala Nr 1 Slanic Moldova-Rúmeníu, Dwujezyczna Szkola Podstawowa Smart School-Lodz-Póllandi

Nordplus samstarfsverkefni
Verkefnið er samstarfsverkefni Randers Lille-skole og Áslandsskóla. Þema verkefnisins er stafræn miðlun og samskipti og byggir á því að nemendur frá Danmörku heimsækja Áslandsskóla á haustönn 2019 ásamt því að vinna verkefni. Nemendur sem eru í sérstakri valgrein í Áslandsskóla halda síðan til Danmerkur á vorönn 2020.