Fréttir
  • GunnellaHolmarsdottir1

Er þitt fyrirtæki að gera spennandi hluti í umhverfismálum?

10. maí 2019

Viltu vera með í umhverfisátaki?

Gunnella Hólmarsdóttir heldur úti reikningunum Hreinsum Hafnarfjörð á Instagram og Snapchat þar sem hún deilir hagnýtum leiðum og aðferðum m.a. við flokkun og plokkun auk þess að velta upp öðrum ráðum með fylgjendum sínum. Hún hefur heimsótt fyrirtæki og einstaklinga og vill gera meira af því og tengjast betur hafnfirskum fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti í umhverfismálum.

Hreinsum Hafnarfjörð blæs í leiklúðurinn á Insta í samstarfi við MsH

Ákveðið hefur verið að fara af stað með leik á Instagram til að fjölga fylgjendum í samstarfi við Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Hugmyndin er að gefa umhverfisvæna gjafakörfu til heppins aðila og því leitar Gunnella til fyrirtækja að umhverfisvænni gjöf í körfuna. Þátttökufyrirtæki fá að sjálfsögðu umfjöllun á móti gjöf auk þess að vera merkt í leiknum. Viltu vera með? Sendu línu á gunnellah@gmail.com eða hringdu í 780-2536. Einnig hægt að senda skilaboð í gegnum Hreinsum Hafnarfjörð.

Leikurinn fer í loftið sunnudaginn 19.maí og dregið viku seinna, föstudaginn 24. maí.