Fréttir
Endurskinsmerki í skammdeginu

20. nóv. 2015

Nú er mesta skammdegið og minnum við á að nota endurskinsmerki jafnt börn sem fullorðnir. Í myrkrinu sjáumst við illa og er því notkun endurskinsmerkja bráðnauðsynleg. 
Til þess að þau séu sem mest sýnileg er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum.

  • Fremst á ermum 
  • Hangandi meðfram hliðum 
  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum