FréttirFréttir

Eldhætta vegna veðurs

9. jún. 2019

Vegna veðursins að undanförnu er gróður víða þurr og því eru vegfarendur beðnir um að fara varlega við Hvaleyrarvatn og svæðin í kring vegna eldhættu. Miðað við áframhaldandi veðurblíðu mun eldhættu aukast út vikuna og paradísin okkar Hafnfirðinga er því í verulegri hættu ef ekki verður farið varlega. Kveikjum ekki eld og skiljum einnota grillið eftir heima.