Fréttir
  • Hafnarfjörður loftmynd

Drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir 2018-2023

20. des. 2018

Hafnarfjarðarbær kynnir bæjarbúum drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2018 til 2023.

Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2017, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 4 m hæð yfir jörðu. 

Drög að aðgerðaráætlun má nálgast HÉR

Íbúar eru hvattir til að kynna sér áætlunina og senda athugasemdir, ef einhverjar eru, til Hafnarfjarðarbæjar, Helga Stefánsdóttur, í gegnum netfangið helgas@hafnarfjordur.is  

Hafnarfjarðarbær mun að loknum kynningartíma taka allar athugasemdir sem borist hafa til umfjöllunar og gera breytingar á áætluninni ef ástæða þykir til. Gert er ráð fyrir því að áætlunin liggi svo fyrir í haust eftir staðfestingu bæjarstjórn. Áætlunin er til kynningar til 20. janúar nk. og geta bæjarbúar á þeim tíma gert athugasemdir við hana.