Fréttir
  • 1

Færi og furðulegir fiskar

28. jún. 2016

Um 250 dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, þorskur og rauðmagi og þótti einn rauðmaginn með eindæmum furðulegur. 

Dorgveiðikeppni með rúmlega 20 ára sögu

Árlega standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju sem opin er öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Í rúm tuttugu ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt. Börnin voru heldur færri í ár eða um 250 talsins en gleðin alltaf jafn mikil. Keppendur fá veiðarfæri á keppnisstað, beitu og leiðbeiningar frá starfsmönnum. Verðlaun voru veitt fyrir stærsta fiskinn, flestu fiskanna og  svokallaðan furðufisk. Það var Þorsteinn Ómar 10 ára sem fékk verðlaun fyrir flestu fiskana, Amanda 13 ára frá leikjanámskeiðinu Tómstund fékk verðlaun fyrir furðufiskinn og Toby 7 ára frá leikjanámskeiðinu í Lækjarskóla sem fékk verðlaun fyrir stærsta fiskinn. Þá var leikjanámskeiðið sem veiddi flestu fiskana líka verðlaunað og í ár var það leikjanámskeiðið Tómstund.  Leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna voru með öfluga gæslu á meðan á dorgveiðikeppni stóð auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur var með björgunarbát á siglandi um svæðið.