FréttirFréttir

Deiliskipulagsbreyting - Selhraun suður

6. sep. 2018

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17.10.2017 breytingu á deiliskipulagi Selhrauns Suðurs með vísan í 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingin felst í: endurskoðun skilmála skipulagsins hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu. Jafnframt er skipulagið uppfært í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 06.09.-18.10.2018.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.  Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 18. október 2018. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.