FréttirFréttir

  • IMG_6178

Dagur leikskólans 6. febrúar

5. feb. 2018

Þann 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum Hafnarfjarðar í 11. sinn. Í tilefni dagsins munu leikskólarnir halda upp á daginn með ýmsu móti.

Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Í tilefni af þessum degi hafa leikskólar landsins haldið upp á daginn með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Leikskólarnir eru hvattir til þess að vekja sérstaka athygli á því mikilvæga starfi sem á sér stað innan veggja leikskólanna, því um er að ræða afar merkilegan dag. Við bjóðum góðan dag alla daga. Þessi fallega og hlýja kveðja undirstrikar þann anda sem ríkir í starfinu sem fram fer í leikskólum landsins alla daga þar sem börn með ólíkar og fjölbreyttar þarfir sem ríkir í skólastarfinu alla daga.