FréttirFréttir

  • 22df71d38b6633e08d6efb0c7f6430e2

Breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmda í Lækjargötu Hafnarfirði

8. sep. 2017

Hafnarfjarðarbær vinnur að endurnýjun í Lækjargötu í Hafnarfirði.  Framkvæmdir munu hefjast mánudaginn 11.september 2017 og standa fram í desember. Lokun í Lækjargötu hefur áhrif á leiðir Strætó sem aka Lækjargötuna og aka vagnarnir hjáleiðir til og frá skiptistöðinni í Firði. Hér má sjá lista yfir allar breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmdanna:

·      Biðstöðin á Lækjargötu verður óvirk fyrir allar leiðir.

·      Leið 1 ekur Strandgötu í stað Lækjargötu og Hringbrautar.
Biðstöðvar á Hringbraut verða óvirkar fyrir leið 1 en er farþegum bent á að taka leið 21 af Hringbraut í Fjörð sem tengingu við leið 1. Leið 1 mun einnig stöðva á biðstöðvum í Strandgötu, við Fjörukrána og Flensborgartorg.

·      Leið 21 ekur Hringbraut og Strandgötu í stað Lækjargötu
Biðstöðvar á Hringbraut verða virkjaðar fyrir leið 21.

·      Leið 33 ekur Hringbraut og Strandgötu í stað Lækjargötu
Biðstöðvar á Hringbraut verða virkjaðar fyrir leið 33.

·      Leið 34 Strandgötu og Hringbraut í stað Lækjargötu
Biðstöð við Grænukinn verður virkjuð fyrir leið 34 og stoppa vagnarnir á þeirri biðstöð.

·      Leið 43 ekur Hringbraut og Strandgötu í stað Lækjargötu
Biðstöðvar á Hringbraut verða virkjaðar fyrir leið 43.

·      Leið 44 ekur Strandgötu og Hringbraut að Selvogsgötu
Biðstöðvarnar við Grænukinn og Flensborg verða óvirkar. Farþegar geta náð leið 44 á biðstöðinni í Selvogsgötu.