Fréttir
  • 22df71d38b6633e08d6efb0c7f6430e2

Breytingar á leiðakerfi Strætó

8. jan. 2018

Nokkrar breytingar á leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði hafa tekið gildi. Leið 21 er stytt innan Hafnarfjarðar en við bætist akstur framhjá Smáralind í báðar áttir. Leiðin ekur nú beint um Flatahraun og stoppar við Kaplakrika en biðstöðvar við Bæjarhraun og Hólsraun leggjast af. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.

Þjónustutími á leið 1 er lengdur til kl. 01:00 á kvöldin og leið 101 verður í næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar aðfaranætur laugar- og sunnudaga á klukkutíma fresti frá kl. 01:00 til 04:30. Sumarið 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og tíðkast hefur síðastliðin ár.

Nánar er fjallað um allar leiðakerfisbreytingar og næturakstur hér (pdf-skjal) á vef Strætó

Gjaldskrárbreytingar hjá Strætó

Gjaldskrárbreytingar hjá Strætó tóku gildi 3. janúar sl.  

  •  Gjaldskrá hækkar að meðaltali um 4,9%.
  • Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu er núna 460 kr. eftir breytingu.
  • Afsláttarfargjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja er núna 220 kr.


Sjá einnig upplýsingar um gjaldskrárbreytingar á vef Strætó