Fréttir
Breyting á deiliskipulagi Suðurgata - Hamarsbraut

21. des. 2018

Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkti þann 12.07.2018 breytingar á deiliskipulagi Suðurgata-Hamarsbraut. Tillagan var auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitastjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að ný lóð við Suðurgötu 46 er felld út. Þess í stað verði komið fyrir bílastæðum og grænu svæði innan lóðar. Gert er ráð fyrir allt að 15 íbúðum við Suðurgötu 44. Breytingin var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 18.12.2018. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála.  Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar.