Fréttir
BRAUTRYÐJENDUR FRÁ DANMÖRKU KYNNA TÍMAMÓTAVERKEFNI

4. des. 2017

Í dag mánudaginn 4. desember fer fram vinnustofuna í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju milli kl. 9-15.  Helstu fyrirlesarar dagsins eru tveir danskir sérfræðingar þær Stinne Højer Mathiasen, stjórnmálafræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune og Trine Nanfeldt, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune. Á vinnustofunni kynna þær nýja nálgun og breytta hugmyndafræði í þjónustu við börn og fjölskyldur sem reynst hefur vel í Danmörku, hið svokallaða Herning Módel. Herning módelið er í raun nýtt verklag og snemmtæk íhlutun felur í sér áherslu á stuðning og þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Starfsmenn sem ráðnir verða samkvæmt þessari nýju nálgun koma að málum inní skólum og leikskólum og vinna að því að styðja og auka þjónustu við börn á fyrri stigum. Markmiðið er að koma í veg fyrir að mál barna og ungmenna þróist þannig að erfitt og jafnvel ómögulegt sé að takast á við vandann. Með nýju verklagi skapast sterk tenging og virkt samstarf milli fjölskyldu- og fræðslu- og frístundaþjónustu. Hafnarfjarðarbær auglýsti um helgina eftir brautryðjandi til starfa hjá bænum til að vinna að innleiðingu á þessum nýjum áherslum. Unnið verður náið með skólastjórnendum, námsráðgjöfum og kennurum og öðru starfsfólki skólanna og leitað lausna á fyrri stigum í samvinnu við foreldra, kennara og aðra þá sem koma að málum barnsins.

Herning-módelið

• Málefni barna með fjölþættan vanda eru leyst með öflugri og virkari þátttöku starfsmanna við vinnslu mála frá upphafi, fjölbreyttum úrræðum beitt í samstarfi við foreldra, skóla, heilbrigðisþjónustu og eftir atvikum aðra þjónustuveitendur.

• Málin eru unnin eins nálægt barninu og fjölskyldunni og mögulegt er og stuðningur í meira mæli veittur heim.

• Í einhverjum tilvikum nauðsynlegt að vista börn utan heimilis, en það var fyrst og fremst hugsað sem tímabundin ráðstöfun og stefnan ávalt sú að börnin snúi aftur heim við fyrsta tækifæri.

• Einkunnarorð vistheimilanna er fyrsti dagurinn í vistun er fyrsti dagurinn á leiðinni heim.

Markmið Hafnarfjarðarbæjar með því að skoða módelið og vinna út frá því eru að bæta þjónustu við börn og ungmenni með fjölþættan vanda í Hafnarfirði. Að efla enn frekar forvarnir og snemmtæka íhlutun í málefnum fjölskyldna barna sem búa við fjölþættan vanda. Að auðvelda samræmingu vinnubragða og styðja við vinnslu verkefna þvert á málaflokka. Að endurskilgreina störf starfsmanna í málefnum fatlaðra barna og í barnavernd, vinna þannig að aukinni samhæfingu með fjölskylduna í forgrunni.

MEIRA: EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í síðustu viku Hafnarfjarðarbæ EPSA viðurkenningu,  eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlausnir á krefjandi viðfangsefnum. Þema EPSA verðlaunanna árið 2017 var nýsköpun í opinberri þjónustu en viðurkenningin var veitt í Maastricht í Hollandi núna í vikunni. Stofnunni bárust alls 149 tilnefningar frá 30 aðildarlöndum í öllum geirum og þvert á málaflokka. Hafnfirska verkefnið sem hlaut þessa eftirstóttu viðurkenningu ber nafnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk. Meira hér: 

Þetta er til marks um þann mikla metnað sem bærinn er að leggja í málaflokka skóla og frístunda annarsvegar og fjölskylduþjónustu hinsvegar.