Fréttir
  • BokasafnHvaleyri1

Bókagjöf til skólabókasafna - lestur er lífsins leikur

20. des. 2019

Bókasöfn leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar fengu nú fyrir jólin fjármagn að gjöf frá sínu sveitarfélagi með það fyrir augum að þau geti bætt við bókakost sinn og bætt við nýjum og spennandi bókum úr jólabókaflóði jólanna 2019.  

Það er öllum bókasöfnum mikilvægt að vera í takt við tímann og það sem á sér stað í samfélaginu hverju sinni. Með þessari gjöf gefst bókasöfnunum færi á að mæta lestararáhuga barna þar sem hann er hér og nú og grípa það sem er á boðstólnum einmitt þegar sem mest er um útgáfu nýrra bóka. Verkefnið styður enn frekar við það metnaðarfulla og stóra verkefni að efla lestur og læsi nemenda í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar sem hvílir á þeim grunnstoðum að lestur og læsi er sannarlega lífsins leikur og hefur rík áhrif til framtíðar litið.