Fréttir
Boð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

28. mar. 2019

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Hafnarborg þriðjudaginn 2. apríl kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veit verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Ævar Þór Benediktsson og Anna Sigrún Snorradóttir.

Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8. - 10. bekkja og veittar viðurkenningar. Efnt var til samkeppni um boðskort meðal nemenda í 6. bekk í grunnskólum. Verðlaunahugmyndin prýðir boðskortið og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.

Gestir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Að keppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.