Fréttir
  • Blodbillinn

Blóðsöfnun við Fjarðarkaup

31. jan. 2017

Blóðbankabíllinn verður við Fjarðarkaup á fimmtudaginn frá 13-17. 

Með blóðgjöf björgum við lífi og léttum það þeim sem þurfa þessa mikilvægu gjöf. Slysin gera ekki boð á undan sér fremur en  veikindin oft og tíðum. Og svo merkilegt sem það er er tiltölulega fyrirhafnarlítið eða –laust að líta við í Blóðbankabílnum og veita sjúkum og slösuðum þessa mikilvægu gjöf sem blóðið er.

Það vantar alltaf nýja blóðgjafa í hópinn! Blóðgjöf er lífgjöf!