Fréttir
  • BlafjallavegurLokun

Bláfjallavegi lokað að sinni

4. feb. 2020

Í dag, þriðjudaginn 4. febrúar,  kl. 15 verður Bláfjallavegi (417), frá Bláfjallaleið að hellinum Leiðarenda lokað að sinni vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti tímabundna lokun á fundi ráðsins 29. ágúst 2019 og óskaði samhliða eftir frekara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum. Á matið að liggja fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. 

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar er lítil umferð um þennan veghluta. Vegurinn er ekki þjónustaður yfir vetrarmánuðina og víða brattir vegfláar. Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd á þessu svæði en Bláfjallavegur liggur að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis. Aðalleiðin í Bláfjöll liggur frá Suðurlandsvegi.

BlafjallavegurLokun

Bókun bæjarráðs Hafnarfjarðar á fundi ráðsins 29. ágúst 2020 - sjá lið 12:  Bæjarráð fellst á að syðri hluta Bláfjallavegar verði lokað að sinni vegna vatnsverndarsjónarmiða, frá Leiðarenda austur að afleggjara 417-01. Að mati bæjarráðs er þörf á frekara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum og er óskað eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð láti vinna slíkt mat sem liggi fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins.