Fréttir
  • Hreinsistod-i-Hraunavik

Bilun í dælu- og hreinsistöð í Hraunavík

30. jan. 2018

Bilun hefur kom upp í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík í dag. Eftir athuga var ljóst að ekki var óhætt að keyra hreinsibúnað stöðvarinnar á fullum afkostum meðan unnið er að viðgerðum. Hluti skólps frá stöðinni mun frá og með þessum klukkutíma renna fram hjá kerfinu og beint út í sjó í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út í sjó. Viðgerð mun taka sólarhring eða tvo í mesta lagi að mati þeirra sem eru á vettvangi. Heilbrigðiseftirliti bæjarins var gert viðvart áðan um bilunina um leið og hennar var vart og ljóst var til hvaða aðgerða þyrfti að grípa.

Viðbragðs aðilar eru við störf í stöðinni og munu ekki hætta fyrr en viðgerð er lokið. Bæjarbúar gætu orðið varir við það að fuglar safnist saman við útrennslið á meðan að ástandið er svona en engi sjóboð eru stunduð á þessum svæðum þannig að bæjarbúar verði því ekki varir við bilunina að öðru leyti.

Meira um stöðina í Hraunavík: Bygging stöðvarinnar lauk árið 2007 og var hún þá tekin í gagnið. Í hreinsistöðinni er allt skólp frá Hafnarfjarðarbæ hreinsað með 1. þreps hreinsun. Í því felst að öll föst efni (hrat) stærri en 3 mm í þvermál eru síuð frá skólpinu í tveimur grófsíum (þrepasíum). Að auki eru fita og sandur skilin frá skólpinu. Öllu hrati og sandi er safnað í sérstakan gám, sem tæmdur er reglulega á sérstökum urðunarstað. Fitunni er safnað í sérstakt hólf í stöðinni og fitunni síðan dælt þaðan í sérstaka tankbíla, er losa síðan fituna á sérstökum urðunarstað.

Eftir þessa hreinsun er skólpinu síðan dælt út í sjó um 2 km langa útræsislögn niður á um 23 m dýpi. Þar tekur sjórinn við og eyðir eða þynnir skólpvatnið út nokkuð fljótt, þannig að styrkur mengandi efna frá útræsinu eru vel innan umhverfismarka við strandlengjuna, skv. kröfum reglugerða.