Fréttir
  • Baejarbio

Beint streymi frá íbúafundi

15. nóv. 2016

Bæjarstjóri heldur fund með íbúum Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun ársins 2017 í kvöld þriðjudaginn 15. nóvember n.k.  Fundurinn er haldinn í Bæjarbíói og hefst stundvíslega kl. 20. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í c.a. 1,5 klst. 

Á fundinum munu bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar kynna helstu áherslur og niðurstöður í frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn. 

Íbúafundi er streymt beint á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar eða hér