Fréttir
  • HafnarfjordurFallegur

Bærinn minn - hver er þinn uppáhaldsstaður?

19. maí 2017

Hafnfirðingar eiga allir sinn uppáhaldsstað - hver er þinn?  

Til stendur að kortleggja uppáhaldsstaði Hafnfirðinga og gera þá meira sýnilega á síðum bæjarins og Markaðsstofu Hafnarfjarðar þannig að Hafnfirðingar geti fengið hugmyndir til hreyfingar og heilsubótar og upplifað nýja og áhugaverða staði í Firðinum okkar fagra. 

Deildu þínum uppáhaldsstað með okkur! 

Upplifum, lifum og lærum með aðstoð hvers annars!

Birtum myndir á samfélagsmiðlum undir #skemmtilegrihafnarfjordur

Hvetjum alla íbúa í Hafnarfirði til að taka þátt!