Bæjarstjórnarfundur 10. maí
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 10. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu.
Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Útsending hefst stundvíslega kl. 14. Meðal efnis á fundi eru erindi frá HS veitum, tilnefning í skólanefnd Flensborgarskóla, leigusamningur við Ástjarnarkirkju, viðauki við fjárhagsáætlun, aukinn opnunartími sundlauga, úthlutun hesthúsalóða og lóðarumsóknir.