Fréttir
  • DeiliskipulagBaejarhraunBilastaedi

Bæjarhraun - skipulagsbreyting

29. feb. 2016

Breyting á deiliskipulagi Bæjarhraun, göngu- og reiðhjólastígur. 

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2016 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að bætt er við 16 bílastæðum við Bæjarhraun.

Tillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 29. febrúar - 11.apríl 2016.   Hér má sjá tillögu að breytingu á deiliskipulagi.  Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eða í tölvupósti berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 11. apríl 2016.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar